Innlent

Útskriftarnemar borðuðu ís utandyra

Bjarki Fannar Atlason og Guðbjörg Tómasdóttir nutu veðurblíðunnar á Ingólfstorgi í gær. Hæst komst hitinn í Reykjavík í um 15 stig klukkan fjögur. Fréttablaðið/GVA
Bjarki Fannar Atlason og Guðbjörg Tómasdóttir nutu veðurblíðunnar á Ingólfstorgi í gær. Hæst komst hitinn í Reykjavík í um 15 stig klukkan fjögur. Fréttablaðið/GVA
„Það er aldrei að vita en eins og veðrið hefur verið er þó engu að treysta," sagði grafíski hönnuðurinn Bjarki Fannar Atlason aðspurður í gær hvort sumarið sé nú loks komið.

Bjarki brá sér undir bert loft ásamt samnemanda sínum, Guðbjörgu Tómasdóttur, af útskriftarsýningu Listaháskólans í Hafnarhúsinu til að gæða sér á ís og fylgjast með mannlífinu á Ingólfstorgi.

Eftir rysjótt veðurfar undanfarið er ekki ólíklegt að þau geti í dag og morgun borðað ísinn sinn utandyra því samkvæmt Veðurstofu Íslands er spáð björtu veðri þessa daga. Þó á fimmtudag eigi vætutíð að taka við í höfuðborginni er reiknað með að hitinn verði allt að 14 gráðum um næstu helgi.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×