Erlent

Flestir hinna látnu eru konur og börn

Sprengja sem komið var fyrir í vegkanti varð að þrettán óbreyttum borgurum að bana í bænum Khoshamand í Afganistan í dag. Flestir sem fórust eru konur og börn.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Innanríkisráðherra landsins segir að „Óvinir Afganistan" beri ábyrgð á sprengjunni, en það er oft notað um Talíbana sem hafa sterk ítök á þessu svæði.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir að rannsókn sé hafin á sprengingunni sem átti sér stað í morgun. Sprengjan sprakk nálægt heilsugæslustöð í bænum en þar voru margar mæður að fara með börnin sín í skoðun.

Árásir á óbreytta borgara hafa náð nýjum hæðum í Afganistan, en yfir 2400 manns féllu á síðasta ári í sprengjum í bæjum og borgum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×