Erlent

Vilja ákæra Baby Doc

Baby Doc snéri aftur á Sunnudag.
Baby Doc snéri aftur á Sunnudag. MYND/AP

Fyrrverandi einræðisherra á Haítí, Baby Doc Duvalier, sem á sunnudag snéri aftur til síns heima eftir áratugi í útlegð, hefur verið kærður fyrir spillingu og fjárdrátt í valdatíð sinni.

Duvalier var leyft að fara að loknum yfirheyrslum í gær en dómari íhugar nú hvort málið fari fyrir rétt. Einræðisherrann, sem neitar þessum ásökunum, er einnig sakaður um að hafa haft miskunarlausar hersveitir á sínum snærum sem stjórnuðu eyjunni með harðri hendi og eru taldir hafa myrt þúsundir manna. Ákæra hefur hinsvegar ekki verið gefin út í því máli.

Hann segist hafa snúið aftur til þess að hjálpa landsmönnum sínum við uppbyggingu vegna jarðskjálftans sem reið yfir í fyrra en fáir virðast vera þakklátir honum fyrir það. Þó á hann nokkurn hóp stuðningsmanna sem hafa haldið tryggð við Duvalier fjölskylduna en Baby Doc tók við af föður sínum árið 1971 en pabbinn, eða Papa Doc eins og hann var kallaður hafði stjórnað Haítí frá árinu 1957.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×