Innlent

Dýrbítar drápu þrettán kindur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kindur. Mynd/ Jón Sigurður.
Kindur. Mynd/ Jón Sigurður.
Að minnsta kosti þrettán kindur hafa drepist á tveimur vikum vegna dýrbíta sem ganga lausir í Rangárvallasýslu. Allt bendir til þess að dýrbítarnir séu hundar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Sjö kindur fundust dauðar í Vestur-Landeyjum aðfararnótt laugardagsins ásamt þremur særðum lömbum. Í vikunni áður var búið að drepa þrjú lömb í Vestur - Landeyjum. Þá fundust jafnframt þrjú dauð lömb í Fljótshlíðinni.

Talið er að um tvo hunda sé að ræða, annan ljósan sem er líklegast íslenskur fjárhundur, en hinn er dökkur. Þeir sáust síðast í morgun. Lögreglan á Hvolsvelli biður fólk í Rangárvallasýslu um að fylgjast með hundum sínum á svæðinu og láta vita ef hunda er saknað. Einnig eru bændur beðnir um að fylgjast með fé sínu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×