Erlent

Hermdi best eftir mökunarhljóðum dádýra

MYND/Reuters
MYND/Reuters
Andreas Toepfer varð hlutskarpastur í óvenjulegri keppni í Þýskalandi í gær. Hann þótti geta hermt best eftir mökunarhljóðum dádýra.

Þar er hundrað ára hefð fyrir keppninni sem haldin er í Dortmund, en átta karlar og ein kona tóku þátt að þessu sinni.

Keppendur nota uxahorn, sniglaskeljar og plöntur til að herma eftir köllum dádýranna.

Keppendurnir segja að ánægjan af dádýrum snúist ekki aðeins um að skjóta þau eða veiða, heldur getui verið ótrúleg reynsla að draga þau að sér með hljóðunum, jafnvel í aðeins nokkurra metra fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×