Erlent

Skólastjóri segir af sér vegna tengsla við Líbíu

Howard Davies.
Howard Davies.
Skólastjóri London School of Economics, sir Howard Davies, hefur sagt upp störfum hjá skólanum vegna fjárhagslegra tengsla við Líbíu.

Meðal annars fékk skólinn eina og hálfa milljón punda í styrk frá syni Gaddafis sem fékk svo doktorsnafnbót að launum.

Þá greindi Daily Telegraph frá því í gær að skólinn hefði skuldbundið sig til þess að þjálfa upp nokkurskonar elítu í Líbíu til þess að taka við efnahagsstjórn landsins í framtíðinni. Fyrir það átti skólinn að fá 300 þúsund pund.

Skólastjórinn sagði orðspor skólans mikilvægt. Því segði hann upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×