Erlent

Braust inn í kirkju

Sistinska kapellan í Péturskirkjunni. Myndin er úr safni.
Sistinska kapellan í Péturskirkjunni. Myndin er úr safni.
Óprúttinn þjófur braust inn í kaþólska kirkju síðustu helgi og stal þar öllu steini léttara.

Samkvæmt lögreglunni í New York, þar sem brotið átti sér stað, stal þjófurinn meðal annars helgigripum, skreyttum kaleikum og bollum.

Fyrir utan helgimunina þá hirti þjófurinn einnig safnaðarfé sem taldi rúmlega fimm þúsund dollara, eða rúmlega fimmhundruð þúsund krónur.

Kirkjan var ólæst, en að öllu jöfnu eru kaþólskar kirkju í borginni ekki læstar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×