Innlent

Nýjar myndir af Mýrdalsjökli

Mynd/Landhelgisgæslan
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn frá Raunvísindastofnun og Veðurstofu Íslands yfir Mýrdalsjökul, Kötlu, Múlakvísl og Mýrdalssand í dag. Á meðfylgjandi myndum sjást tveir sigkatlar mjög vel en greinilegt er að hrun hefur orðið í miðju þeirra. Myndirnar tóku menn á vegum Landhelgisgæslu Íslands.

Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu í morgun að engin bein merki voru um að eldgos en hann útilokaði þó ekki að gos hafi orðið undir jöklinum. „Það er mjög erfitt að skera úr um það,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×