Íslenski boltinn

Elín Metta skoraði fjögur og Ísland í 5. sæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hildur Antonsdóttir skoraði mark Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Noregi í riðlakeppninni
Hildur Antonsdóttir skoraði mark Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Noregi í riðlakeppninni Mynd/Valur.is
Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu lagði Svíþjóð 5-3 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Íslenska liðið lenti 0-3 undir snemma leiks en sneri leiknum sér í hag. Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk Íslands.

Íslensku stelpurnar lentu í 3. sæti riðils síns. Liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Noregi og Þýskalandi en tapaði 3-2 gegn Frökkum eftir að hafa komist 2-0 yfir.

Þjálfari íslenska landsliðsins er Þorlákur Árnason.

Upplýsingar um markaskorara frá fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×