Erlent

Breskur blaðamaður rekinn frá Rússlandi

Vladimir Putin.
Vladimir Putin.

Blaðamaður breska blaðsins The Guardian hefur verið rekinn frá Rússlandi. Þetta er í fyrsta skipti frá lokum kalda stríðsins sem breskur blaðamaður hefur verið vísað úr landinu. Luke Harding, sem var fréttaritari Guardian í Moskvu um árabil, hefur að undanförnu skrifað um sendiráðsskjölin sem Wikileaks gerði opinber á dögunum. Á meðal þess sem Harding greindi frá voru ásakanir á hendur Vladimir Putin, forsætisráðherra og fyrrum forseta, á þá leið að Rússland væri orðið að einskonar mafíuríki undir hans stjórn.

Þetta virðist hafa farið illa í Putin, eða einhvern af hans undirsátum, því þegar Harding sneri aftur til Moskvu í dag eftir tveggja mánaða dvöl í London þar sem hann skrifaði fréttir upp úr Wikileaks skjölunum var hann umsvifalaust handtekinn. Honum var síðan gert að yfirfgefa landið hið snarasta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×