Fótbolti

Meistaradeildin: Man. Utd mætir Chelsea og Spurs fékk Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nú rétt áðan var dregið í átta liða sem og undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í Nyon í Sviss og var mikil spenna í loftinu. Það er óhætt að segja að það séu rosalegir slagir fram undan í keppninni.

Man. Utd og Chelsea spila í baráttunni um Bretland og seinni leikurinn fer fram á Old Trafford. Sigurvegarinn í þeirri viðureign mun þess utan ekki eiga á hættu að spila við Barcelona eða Real Madrid.

Fyrri leikirnir fara fram 5. og 6. apríl og þeir síðari 12. og 13. apríl.

Liðið á undan spilar heimaleikinn sinn fyrst.

Drátturinn í átta liða úrslit.

Real Madrid - Tottenham Hotspur

Chelsea - Man. Utd

Barcelona - Shaktar

Inter - Schalke

Undanúrslitin:

Inter/Schalke gegn Chelsea/Man. Utd

RealMadrid/Tottenham gegn Barcelona/Shaktar

Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×