Erlent

Fuglar drápust úr ofdrykkju

Óli Tynes skrifar
Starrarnir urðu dauðadrukknir.
Starrarnir urðu dauðadrukknir.

Íbúum bæjarins Constanta í austanverðri Rúmeníu var brugðið þegar þeir fundu tugi dauðra starra í útjaðri bæjarins um helgina. Þeir höfðu áhyggjur af því að starrarnir hefðu drepist af fuglaflensu og létu yfirvöld vita.

Fuglarnir voru krufnir og það kom í ljós að þeir höfðu drepist úr ofdrykkju. Þeir höfðu komist í vínberjahrat sem hafði fallið til í brugghúsi og étið af því ótæplega. Hratið var vel gerjað. Fuglarnir urðu dauðadrukknir og drápust loks úr áfengiseitrun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×