Erlent

Ákærur vegna morðsins á Rafik Hariri

Óli Tynes skrifar
Rafik Hariri var myrtur með bílsprengju.
Rafik Hariri var myrtur með bílsprengju.

Alþjóðleg rannsóknarnefnd hefur gefið út ákærur vegna morðsins á Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons árið 2005. Honum var grandað með bílsprengju. Rannsóknarnefndin nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðana.

Nöfn hinna ákærðu hafa ekki verið birt ennþá. Búist er við að meðal þeirra séu nöfn liðsmanna Hizbolla samtakanna. Þau neita allri ábyrgð en tóku þátt í að fella ríkisstjórn Líbanons í síðustu viku eftir að núverandi forsætisráðherra landsins neitaði að hafna því að rannsóknarnefndin hefði réttarstöðu í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×