Erlent

Musa Kusa fær ekki friðhelgi

MYND/AP
Stjórnvöld í Bretlandi segjast ekki hafa í hyggju að bjóða Musa Kusa, hinum brottflúna utanríkisráðherra Líbíu, friðhelgi en líkur eru taldar á því að hann verði kærður fyrir stríðsglæpi sem einn æðsti ráðamamaður Líbíu síðustu ár og stjórnandi líbísku leyniþjónustunnar um tíma.

Kollegi hans í Bretlandi, William Hague, sagði í dag að Kusa hefði sagt af sér embætti og að Líbíska stjórnin væri að hrynja til grunna. Hann kvetur einnig aðra nákomna Gaddafí einræðisherra að líta sér nær og hugsa sinn gang. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×