Innlent

Skiptust á skoðunum

Ögmundur Jónasson. Fundurinn fór fram í húsnæði stjórnlagaþings í Ofanleiti.
Ögmundur Jónasson. Fundurinn fór fram í húsnæði stjórnlagaþings í Ofanleiti. Mynd/Stefán Karlsson

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, fundaði í dag með stjórnlagaþingsfulltrúum um þá stöðu sem upp er kominn eftir að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings.

Fundinum lauk skömmu fyrir klukkan fimm en meðal þess sem rætt var um var sú hugmynd að Alþingi veiti stjórnlagaþingi heimild til að koma saman og semja drög að nýrri stjórnarskrá. Drögin yrðu þá lögð fyrir þjóðina án aðkomu Alþingis.

Á fundinum skiptust Ögmundur og stjórnlagaþingsfulltrúarnir á skoðunum og sagðist Ögmundur eftir fundinn ætla að greina ríkisstjórninni frá vangaveltum og hugmyndum fulltrúanna. Stjórnlagaþingsfulltrúarnir sem sátu fundinn telja flestir brýnt að þingið komi sama en um leið að margar leiðir séu færar í þeim efnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×