Erlent

Vilja aðskilnað í Súdan

Mynd/AP
99,57% Suður-súdönsku þjóðarinnar kusu að aðskilja þjóðina frá Norður-Súdan. Þetta kemur fram í lokatölum frá kjörstjórn landsins sem kynntar voru í morgun.

Ákveðið var að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2005 í kjölfar friðarsamkomulags sem gert var til að binda enda á átök sem stóðu í tæpa tvo áratugi. Samkomulagið batt enda á styrjöld milli súdanskra araba í norðuhluta landsins og kristinna súdana í suðri. Súdönsk yfirvöld telja að ein og hálf miljón manna hafi týnt lífi í styrjöldinni.

Á vefsíðu kjörstjórnarinnar kemur fram að tæpar fjórar milljónir hafi greitt atkvæði en kjörstaðir voru opnir í eina viku. Í Suður-Súdan búa um átta milljónir.

Nýrri þjóð bíða nú erfiðar samningaviðræður um hvernig deila eigi auðlindum á milli suðurs og norðurs en stærstu olíuauðlindir Súdans eru nú í Suður-Súdan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×