Íslendingarnir slá í gegn á Hróarskeldu Tinni Sveinsson skrifar 1. júlí 2011 21:30 Live Project-hópurinn við höfuðstöðvar sínar sem eru á fjölmiðlasvæði hátíðarinnar. "Þetta er búið að vera frábært. Við erum að fá allskonar efni inn frá hinum og þessum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Hróarskelda er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims og er frábær mæting á hátíðina í ár, 125 þúsund gestir mættir. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vef Live Project, liveproject.me, með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum. Vefurinn birtir efnið samstundis og endurspeglar þannig stemmninguna á hátíðinni. Þetta mælist afar vel fyrir og er meðal annars búið að koma stórum myndastraum frá Live Project fyrir efst á heimasíðu hátíðarinnar þar sem gestir eru stöðugt hvattir til að nýta sér íslensku nýjungina. Frítt föruneyti á vegum Live Project er statt á hátíðinni til að taka myndir og breiða út hróður síðunnar. Þar er unnið baki brotnu en skipuleggjendur hópsins eru ásamt Benedikt þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Í hópnum er einnig Jói Kjartans ljósmyndari en myndirnar sem hann tekur fyrir síðuna rata á einkasýningu hans, Næstum því lifandi, sem opnaði í gær í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru myndir hans sendar á veggina í sal safnsins við Tryggvagötu nánast um leið og hann smellir af í Danmörku. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Who Knew og Ólöf Arnalds komu fram fyrir Íslands hönd á hátíðinni í ár og segir Benedikt alla tónleikana hafa gengið vel. "Viðtökurnar voru alveg frábærar. Sérstaklega hjá Ólöfu Arnalds. Hún spilaði áðan fyrir troðfullu tjaldi og færri komust að en vildu. Það er síðan krökkt af Íslendingum hérna og þeir eru í miklu stuði eins og við var að búast." Útsending Live Project stendur yfir þar til á mánudag þegar hátíðinni lýkur. Vefurinn hefur áður sýnt með sama hætti frá viðburðum eins og Airwaves og Reykjavík Fashion Festival og hefur Ring verið bakhjarl hennar frá byrjun. Síðasta útsending var frá snjóbrettamótinu AK Extreme á Akureyri en með henni fylgdust skipuleggjendur Hróarskeldu og hrifust af. Meðfylgjandi er myndasafn með nokkrum flottum Hróarskeldumyndum frá Live Project. Við hvetjum lesendur einnig til að kíkja á síðuna og renna yfir fleiri myndir og myndskeið á borð við þetta hér en þar rakst útsendari síðunnar á hæfileikaríkan trommuleikara leika listir sínar. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
"Þetta er búið að vera frábært. Við erum að fá allskonar efni inn frá hinum og þessum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Hróarskelda er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims og er frábær mæting á hátíðina í ár, 125 þúsund gestir mættir. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vef Live Project, liveproject.me, með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum. Vefurinn birtir efnið samstundis og endurspeglar þannig stemmninguna á hátíðinni. Þetta mælist afar vel fyrir og er meðal annars búið að koma stórum myndastraum frá Live Project fyrir efst á heimasíðu hátíðarinnar þar sem gestir eru stöðugt hvattir til að nýta sér íslensku nýjungina. Frítt föruneyti á vegum Live Project er statt á hátíðinni til að taka myndir og breiða út hróður síðunnar. Þar er unnið baki brotnu en skipuleggjendur hópsins eru ásamt Benedikt þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Í hópnum er einnig Jói Kjartans ljósmyndari en myndirnar sem hann tekur fyrir síðuna rata á einkasýningu hans, Næstum því lifandi, sem opnaði í gær í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru myndir hans sendar á veggina í sal safnsins við Tryggvagötu nánast um leið og hann smellir af í Danmörku. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Who Knew og Ólöf Arnalds komu fram fyrir Íslands hönd á hátíðinni í ár og segir Benedikt alla tónleikana hafa gengið vel. "Viðtökurnar voru alveg frábærar. Sérstaklega hjá Ólöfu Arnalds. Hún spilaði áðan fyrir troðfullu tjaldi og færri komust að en vildu. Það er síðan krökkt af Íslendingum hérna og þeir eru í miklu stuði eins og við var að búast." Útsending Live Project stendur yfir þar til á mánudag þegar hátíðinni lýkur. Vefurinn hefur áður sýnt með sama hætti frá viðburðum eins og Airwaves og Reykjavík Fashion Festival og hefur Ring verið bakhjarl hennar frá byrjun. Síðasta útsending var frá snjóbrettamótinu AK Extreme á Akureyri en með henni fylgdust skipuleggjendur Hróarskeldu og hrifust af. Meðfylgjandi er myndasafn með nokkrum flottum Hróarskeldumyndum frá Live Project. Við hvetjum lesendur einnig til að kíkja á síðuna og renna yfir fleiri myndir og myndskeið á borð við þetta hér en þar rakst útsendari síðunnar á hæfileikaríkan trommuleikara leika listir sínar.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira