Innlent

Vatnsberinn var á spítala þegar hann strauk

Þór Óliver Gunnlaugsson, sem áður hét Þórhallur Ölver, strauk á fimmta tímanum í dag. Hann afplánar dóm fyrir morð.
Þór Óliver Gunnlaugsson, sem áður hét Þórhallur Ölver, strauk á fimmta tímanum í dag. Hann afplánar dóm fyrir morð. Mynd/GVA
Þór Óliver Gunnlaugsson, sem áður hét Þórhallur Ölver og oft er kallaður Vatnsberinn, og lýst er eftir á að baki langan sakaferil eða allt frá árinu 1979. Hann hefur setið í fangelsi frá 1999 fyrir að hafa  Agnar W. Agnarsson á heimili hans við Leifsgötu í Reykjavík.

Þór var í læknisskoðun á Landspítalanum við Hringbraut þegar hann strauk. Hann var klæddur í bláar gallabuxur og var í bláum stuttermabol. Hann er talinn vera hættulegur.

Þór hlaut viðurnefnið Vatnsberinn í tengslum við stórfelld svik á virðisaukaskatti í tengslum við vatnsverksmiðju í Hafnarfirði á tíunda ártug síðustu aldar. Bæði Þór og Agnar fengu dóm í málinu á sínum tíma.

Sem fyrr segir hefur Þór setið í fangelsi undanfarin 12 ár. Hann varð fyrir árás á Litla-Hrauni í maí 2002 og í kjölfarið voru honum dæmdar þjáningarbætur. Forsaga málsins er að samfangi Þórs veittist að honum inni í fangaklefa með þeim afleiðingum að tennur í Þór brotnuðu ásamt því að hann hruflaðist og marðist. Kröfur Þórs um skaðabætur frá íslenska ríkinu byggjast á því að hann hefði ekki fengið viðunandi læknismeðferð í kjölfar árásarinnar. Þór vildi einnig fá bætur frá ríkinu á þeim rökum að öryggisgæslu hefði skort í fangelsinu þegar árásin átti sér stað. Hæstiréttur taldi aftur á móti að öryggisgæslu hefði ekki verið áfátt, en féllst hins vegar á að Þór ætti rétt á þjáningarbótum.

Þór kom á ný fyrir dómara 2009 eftir að fangaverðir fundu 1,83 grömm af amfmetamíni við leit í klefa hans í desember 2008. Héraðsdómur dæmdi hann til að greiða 45 þúsund krónur í sekt annars yrði honum gert að sitja í fangelsi í fjóra daga í viðbót við fyrr dóm.

Lögregla biður þá sem séð hafa til Þórs eða telja sig vita hvar hann er um að hringja í síma 444-1000.


Tengdar fréttir

Lögreglan lýsir eftir hættulegum strokufanga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir, Þór Óliver Gunnlaugssyni, (áður Þórhallur Ölver Gunnlaugsson). Þórhallur var á höfuðborgarsvæðinu þegar hann strauk að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var klæddur í bláar gallabuxur og var í bláum stuttermabol. Hann er talinn vera hættulegur og afplánar 16 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×