Lífið

Stjörnurnar mæta í konunglega brúðkaupið í Mónakó

Það eru mörg fræg nöfn á gestalista brúðkaups Alberts fursta af Mónakó og Charlene Wittstock sem ganga í það heilaga í dag en hátíðahöldin standa fram yfir helgi. RÚV sýnir frá brúðkaupinu á laugardaginn klukkan 14.50. Meðal gesta verða Naomi Campbell og Mel Gibson.
Það eru mörg fræg nöfn á gestalista brúðkaups Alberts fursta af Mónakó og Charlene Wittstock sem ganga í það heilaga í dag en hátíðahöldin standa fram yfir helgi. RÚV sýnir frá brúðkaupinu á laugardaginn klukkan 14.50. Meðal gesta verða Naomi Campbell og Mel Gibson. Mynd/Nordicphotos/getty
Áhugamenn um kóngafólk og stjörnur úr Hollywood eiga annasama helgi framundan þegar Albert fursti af Mónakó gengur að eiga Charlene Wittstock.

Á gestalista brúðkaups Alberts fursta af Mónakó og Charlene Wittstock er að finna aragrúa af frægum nöfnum. Albert er þekktur fyrir að vera vel tengdur inn í Hollywood-heiminn og bíða því margir í eftirvæntingu eftir að sjá hvaða fræga fólk á eftir að heiðra brúðhjónin með nærveru sinni.

Ríkissjónvarpið ætlar einmitt að sýna beint frá brúðkaupinu á laugardaginn milli klukkan 14.50 og 17.05 þar sem Elísabet Brekkan lýsir því sem fyrir augu ber.

Mel Gibson er meðal þeirra leikara sem eru á gestalistanum.
Á gestalistanum, sem var gerður opinber í gær, er að finna fyrrum ofurfyrirsætuna Naomi Campbell en hún er fyrrverandi kærasta Alberts. Kollegi hennar Karolina Kurkova mætir líka og fatahönnuðirnir Roberto Cavalli, Karl Lagerfeld og Giorgio Armani eru líka á listanum en Armani hannar brúðarkjól Wittstock.

Nöfn spænsku og sænsku konungshjónanna ásamt Viktoríu krónprinsessu er að finna á listanum en ekki er staðfest hvort þau mæti. Forseti Frakklands Nicolas Sarkozy og ólétta eiginkonan hans, Carla Bruni, koma. Hollywood-leikararnir Gerard Butler, Mel Gibson og Roger Moore mæta ásamt Ashton Kutcher og Demi Moore en þau voru viðstödd gæsaveislu Wittstock.

alfrun@frettabladid.is


Tengdar fréttir

Ólafur og Dorrit í brúðkaupi Alberts fursta af Mónakó

Íslensku forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru á meðal gesta í brúðkaupi Alberts II af Mónakó en hann ætlar að kvænast suður-afrísku sunddrottningunni Charlene Wittstock í furstadæminu um helgina. Þegnar Mónakófursta hafa í áraraðir beðið eftir því að Albert prins festi ráð sitt og því ríkir mikil gleði í ríkinu litla við frönsku Rívíeruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×