Víðines til skoðunar undir nýtt fangelsi 3. ágúst 2011 07:00 Húsnæðið á Víðinesi, þar sem starfrækt var hjúkrunarheimili þar til í september í fyrra. Ríkisstjórnin skoðar nú hvort gamalt húsnæði í ríkiseigu geti nýst undir nýtt fangelsi ef ákveðið verður að reisa ekki fangelsi í einkaframkvæmd eins og hefur verið til umræðu. Þessi möguleiki var ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn staður var sérstaklega nefndur til sögunnar sem ákjósanlegt húsnæði undir fangarými: gamalt hjúkrunarheimili á Víðinesi sem þar til í september í fyrra hýsti 38 heimilismenn. Deilur hafa staðið um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig fjármagna skuli byggingu nýs fangelsis. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur talað fyrir því að ríkið fjármagni framkvæmdina en aðrir innan ríkisstjórnarinnar, meðal annars forsætisráðherra, telja að lántaka fyrir slíkri framkvæmd yrði ríkinu of dýr við þessar aðstæður og hafa þess í stað horft til þess að bjóða verkið út þannig að lífeyrissjóðir og einkaaðilar geti tekið þátt í útboðinu. Þegar umræðan um nauðsyn þess að reisa nýtt fangelsi fór enn einu sinni á flug fyrir skemmstu var gerð athugun á því hvaða húsnæði í eigu ríkisins gæti hugsanlega nýst undir fangarými. Niðurstöður þeirrar athugunar verða notaðar sem leiðarljós um framhaldið, ef hugmyndin um einkaframkvæmd verður slegin út af borðinu. Málið hefur vafist fyrir ríkisstjórninni um nokkurt skeið og nýlega var ákveðið að taka ekki endanlega ákvörðun um málið fyrr en í ágúst. - kóp, sh Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
Ríkisstjórnin skoðar nú hvort gamalt húsnæði í ríkiseigu geti nýst undir nýtt fangelsi ef ákveðið verður að reisa ekki fangelsi í einkaframkvæmd eins og hefur verið til umræðu. Þessi möguleiki var ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn staður var sérstaklega nefndur til sögunnar sem ákjósanlegt húsnæði undir fangarými: gamalt hjúkrunarheimili á Víðinesi sem þar til í september í fyrra hýsti 38 heimilismenn. Deilur hafa staðið um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig fjármagna skuli byggingu nýs fangelsis. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur talað fyrir því að ríkið fjármagni framkvæmdina en aðrir innan ríkisstjórnarinnar, meðal annars forsætisráðherra, telja að lántaka fyrir slíkri framkvæmd yrði ríkinu of dýr við þessar aðstæður og hafa þess í stað horft til þess að bjóða verkið út þannig að lífeyrissjóðir og einkaaðilar geti tekið þátt í útboðinu. Þegar umræðan um nauðsyn þess að reisa nýtt fangelsi fór enn einu sinni á flug fyrir skemmstu var gerð athugun á því hvaða húsnæði í eigu ríkisins gæti hugsanlega nýst undir fangarými. Niðurstöður þeirrar athugunar verða notaðar sem leiðarljós um framhaldið, ef hugmyndin um einkaframkvæmd verður slegin út af borðinu. Málið hefur vafist fyrir ríkisstjórninni um nokkurt skeið og nýlega var ákveðið að taka ekki endanlega ákvörðun um málið fyrr en í ágúst. - kóp, sh
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira