Innlent

Einn maður og eitt atkvæði

Pawel Bartoszek, fulltrúi í stjórnlagaráði, er formaður C-nefndar. Verkefni nefndarinn eru: stjórnlagaráð, lýðræðisleg þátttaka almennings, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds, alþingiskosningar, kjördæmaskipan og alþingismenn, samningar við önnur ríki og utanríkismál. Mynd/Daníel Rúnarsson
Pawel Bartoszek, fulltrúi í stjórnlagaráði, er formaður C-nefndar. Verkefni nefndarinn eru: stjórnlagaráð, lýðræðisleg þátttaka almennings, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds, alþingiskosningar, kjördæmaskipan og alþingismenn, samningar við önnur ríki og utanríkismál. Mynd/Daníel Rúnarsson
Sú nefnd stjórnlagaráðs sem fjallar um kjördæmaskipan og þingkosningar leggur til talsverðar breytingar á fyrirkomulagi kosninga til Alþingis og vill að atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vegi jafnt líkt og þjóðfundur lagði mikla áherslu á. Allar nefndir ráðs kynna tillögur um breytingar á stjórnarskránni á 12. fundi stjórnlagaráðs í dag.

Umrædd nefnd, C-nefnd, leggur auk þess til að í lögum að tiltekinn fjöldi þingsæta verði bundinn kjördæmum en þó aldrei fleiri en 2/5 hluta þeirra. Þá er lagt til að þingmenn verði kosnir með persónukjöri á landsvísu, þar sem kjósendum er heimilt að kjósa bæði þvert á lista og merkja við frambjóðendur í öðrum kjördæmum. Kjördæmi eiga að vera eitt til átta en ein hugmynd nefndarinnar gengur út frá að þau verði fimm. Þá er lagt til að setja megi í lög ákvæði um lágmarkshlutfall karla og kvenna á þingi.

Nánar er hægt að lesa um tillögur C-nefndar sem og A- og B-nefndar hér. Fundur stjórnlagaráðs hefst klukkan 13 og er hægt að fylgjst með fundinum í beinni útsendingu á vefsíðu ráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×