Erlent

Viðræður um umbætur

Mótmæli héldu áfram í gær víða um Egyptaland þrettánda daginn í röð.	Fréttablaðið/AP
Mótmæli héldu áfram í gær víða um Egyptaland þrettánda daginn í röð. Fréttablaðið/AP
Kaíró, AP Omar Suleiman, varaforseti Egyptalands, fundaði í gær í fyrsta skipti með forystumönnum stjórnarandstöðunnar og mótmælahreyfingarinnar sem risið hefur upp í landinu.

Rætt var um fjölmiðlafrelsi, að óvinsælum neyðarlögum verði aflétt og að þeim mótmælendum sem handteknir hafa verið að undanförnu verði sleppt.

Talsmenn mótmælendanna sögðu þetta einungis fyrsta fundinn af mörgum en enn ætti eftir að ræða um helstu kröfu þeirra; að Hosni Mubarak, forseti landsins frá 1981, fari frá völdum án tafar.- mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×