Erlent

Goðsögn orðin til um Ronald Reagan

Reagan Reagan er meðal vinsælustu forseta Bandaríkjanna en Obama, núverandi forseti, er í hópi þeirra sem hafa lofað hann á síðustu dögum.
Reagan Reagan er meðal vinsælustu forseta Bandaríkjanna en Obama, núverandi forseti, er í hópi þeirra sem hafa lofað hann á síðustu dögum.

Ronalds Reagan var víða minnst í Bandaríkjunum í gær þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu hans. Reagan gegndi embætti forseta Bandaríkjanna frá 1981 til 1989 og er í dag í hópi vinsælustu forseta. Fjöldi sagnfræðinga hefur við þessi tímamót fjallað um arfleifð Reagans en mörgum þykir sem sú ímynd sem haldið er uppi af Reagan í dag eigi ekki endilega við rök að styðjast.

„Repúblikanar hafa búið til ímynd af Reagan á þá leið að hann hafi verið á móti hinu opinbera," segir sagnfræðingurinn Douglas Brinkley sem ritstýrði útgáfu á dagbókum Reagans. „Reagan gerði frekar kröfu um hagkvæmni í rekstri ríkisins. Hann talaði aldrei um að leggja niður félagstryggingar eða draga verulega úr útgjöldum til heilbrigðismála, hans barátta snerist um að draga úr útgjöldum," segir Brinkley.

Reagan hóf þátttöku í stjórnmálum eftir farsælan feril sem leikari í Hollywood og gegndi embætti ríkisstjóra í Kaliforníu áður en hann var kjörinn forseti.

„Goðsögnin um Reagan er mjög einföld," segir blaðamaðurinn Will Bunch sem skrifað hefur bók um manninn. „Reagan var maður sem vann kalda stríðið, lækkaði skatta og bjargaði bandaríska hagkerfinu. Það gleymist hins vegar að hann hækkaði líka skatta og var tilbúinn til málamiðlunar væru menn honum ósammála."- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×