Erlent

Uppreisn um borð í farþegaþotu á Kanarí

Belgískir sólarlandafarar fengu sig fullsadda á flugvellinum á Kanaríeyjum í gær og gerðu uppreisn um borð í farþegaflugvél frá Ryanair. Einn farþeginn brást ókvæða við þegar flugfreyjurnar ætluðu að rukka hann fyrir að vera með of mikinn handfarangur. Hann þverneitaði að borga og félagar hans komu honum til varnar. Æstust leikar og að endingu sá flugstjórinn ekki annað ráð en að kalla á lögregluna, en vélin var við það að fara í loftið.

Að lokum var rúmlega hundrað farþegum vísað frá borði og fór vélin því til Belgíu með rúmlega 60 manns innanborðs en ekki 168 eins og til stóð í upphafi.

Uppreisnarseggirnir þurftu síðan að finna sér annað flugfélag til þess að fljúga með því Ryanair tók ekki í mál að ferja fólkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×