Segir Landsbankann tilbúinn í Kauphöllina 2012 Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. desember 2011 19:30 Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Bankasýsla ríkisins heldur á rúmlega 81 prósents hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sagt koma til greina að selja hlut í bankanum í gegnum Kauphöll Íslands og hefur hann t.d viðrað þessi sjónarmið í Klinkinu. Bankastjórinn tekur undir þetta en hann var gestur okkar í Klinkinu. „Ég held að það gæti bara gerst á næsta ári, 2012, að bankinn gæti farið á markað. Þetta er auðvitað í höndum Bankasýslunnar, fjármálaráðuneytisins og Alþingis, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu á næsta ári að bankinn verði skráður og ríkið selji einhver prósent og minnki sína stöðu í bankanum. Eigið fé hefur hlaðist upp í bankanum á sama tíma og ríkissjóður er mjög skuldsettur. Mér líst vel á þetta, en menn þurfa bara að vanda sig, fara ekki of geyst. Ég held að það væri hægt að stefna að því að selja 15-20 prósenta hlut á hverju 12 mánaða tímabili á næstu tveimur til þremur árum," segir Steinþór. Hann segir að mikið fé gæti fengist fyrir lítinn hlut í bankanum.Þótti of djarft að selja 27 prósenta hlut í Eyri Invest í einu Horn, dótturfélag Landsbankans, átti 27 prósenta hlut í Eyri Invest, sem er stór hluthafi í bæði Marel og Össuri, en Horn verður skráð á markað í Kauphöll á nýju ári. Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu Horns að undanförnu, en skráning félagsins á markað er ein stærsta einkavæðing Íslandssögunnar í ljósi verðmætis félagsins. Landsbankinn átti 27 prósent í Eyri Invest í gegnum dótturfélag sitt Horn. Nýlega keypti bankinn helminginn af Horni og heldur því beint á 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest. Það var farin sú leið að bankinn keypti um daginn 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest af Horni. Það var sagt að þetta væri liður í því að gera Horn í stakk búið fyrir frumskráningu í Kauphöll. Hvers vegna var þessi leið farin? „Það þurfti að minnka efnahag Horns. Það var of mikið af þessari eign inni í Horni, svo við færðum hluta hennar til baka til að gera Horn söluvænlegra. Okkar fannst of mikið að vera (með 27 prósent í Eyri Invest) inni í Horni." En hvað réði för? „Menn eru að hlera markaðinn aðeins og þetta eru viðbrögð við því." Hann segir þetta ekki hafa verið gert til að aðstoða núverandi hluthafa Eyris Invest. Hann segir að 13,75 prósenta hlutur í Eyri Invest sem Landsbankinn heldur á verði seldur sem fyrst, en fyrst þurfi að skrá Horn á markað. „Það verður bara að finna rétta tímasetningu. Fyrst ætlum við að koma Horni frá okkur." Eyrir Invest tapaði 13 milljónum evra, 2.143 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins tæpum 6,4 milljónum evra. Viðtalið við Steinþór mun birtast í heild sinni á viðskiptavef Vísis, annað kvöld, fimmtudagskvöld. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Bankasýsla ríkisins heldur á rúmlega 81 prósents hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sagt koma til greina að selja hlut í bankanum í gegnum Kauphöll Íslands og hefur hann t.d viðrað þessi sjónarmið í Klinkinu. Bankastjórinn tekur undir þetta en hann var gestur okkar í Klinkinu. „Ég held að það gæti bara gerst á næsta ári, 2012, að bankinn gæti farið á markað. Þetta er auðvitað í höndum Bankasýslunnar, fjármálaráðuneytisins og Alþingis, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu á næsta ári að bankinn verði skráður og ríkið selji einhver prósent og minnki sína stöðu í bankanum. Eigið fé hefur hlaðist upp í bankanum á sama tíma og ríkissjóður er mjög skuldsettur. Mér líst vel á þetta, en menn þurfa bara að vanda sig, fara ekki of geyst. Ég held að það væri hægt að stefna að því að selja 15-20 prósenta hlut á hverju 12 mánaða tímabili á næstu tveimur til þremur árum," segir Steinþór. Hann segir að mikið fé gæti fengist fyrir lítinn hlut í bankanum.Þótti of djarft að selja 27 prósenta hlut í Eyri Invest í einu Horn, dótturfélag Landsbankans, átti 27 prósenta hlut í Eyri Invest, sem er stór hluthafi í bæði Marel og Össuri, en Horn verður skráð á markað í Kauphöll á nýju ári. Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu Horns að undanförnu, en skráning félagsins á markað er ein stærsta einkavæðing Íslandssögunnar í ljósi verðmætis félagsins. Landsbankinn átti 27 prósent í Eyri Invest í gegnum dótturfélag sitt Horn. Nýlega keypti bankinn helminginn af Horni og heldur því beint á 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest. Það var farin sú leið að bankinn keypti um daginn 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest af Horni. Það var sagt að þetta væri liður í því að gera Horn í stakk búið fyrir frumskráningu í Kauphöll. Hvers vegna var þessi leið farin? „Það þurfti að minnka efnahag Horns. Það var of mikið af þessari eign inni í Horni, svo við færðum hluta hennar til baka til að gera Horn söluvænlegra. Okkar fannst of mikið að vera (með 27 prósent í Eyri Invest) inni í Horni." En hvað réði för? „Menn eru að hlera markaðinn aðeins og þetta eru viðbrögð við því." Hann segir þetta ekki hafa verið gert til að aðstoða núverandi hluthafa Eyris Invest. Hann segir að 13,75 prósenta hlutur í Eyri Invest sem Landsbankinn heldur á verði seldur sem fyrst, en fyrst þurfi að skrá Horn á markað. „Það verður bara að finna rétta tímasetningu. Fyrst ætlum við að koma Horni frá okkur." Eyrir Invest tapaði 13 milljónum evra, 2.143 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins tæpum 6,4 milljónum evra. Viðtalið við Steinþór mun birtast í heild sinni á viðskiptavef Vísis, annað kvöld, fimmtudagskvöld. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira