Innlent

Sjávarútvegurinn stærsti ásteitingarsteinninn

Ingimar Karl Helgason skrifar

,,Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins gætu náð saman um flest, en ekki kröfu samtakanna í sjávarútvegsmálum," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Viðræðum ASÍ og SA hefur verið slitið, en Gylfi segir aðildarfélög geta samið til skemmri tíma meðan leyst verði úr öðrum málum.

Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Rætt hefur verið um að reyna að semja til þriggja ára og einhvers konar aðkomu stjórnvalda að kjarasamingum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ segir engin fyrirheit hafa fengið frá stjórnvöldum, en þó finni hann vilja til að koma að málum. En Gylfi er ósáttur við kröfu Samtaka atvinnulífsins um að engar breytingar verði á kvótakerfinu.

Enn fremur krefjist launþegahreyfingin þess að velferðarráðherra birti tölur um neysluviðmið. Fréttastofan heyrir af stjórnarheimilinu að ekki standi til að víkja frá markmiðum í sjávarútvegsmálum. En Gylfi stingur upp á að samið verði til skemmri tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×