Erlent

Aldrei fleiri sjórán en 2010

Sómalskur sjóræningi stendur hér vörð á ströndinni en fyrir utan sést í gríska skipið MV Filitsa sem félagar hans rændu í janúar í fyrra.
Sómalskur sjóræningi stendur hér vörð á ströndinni en fyrir utan sést í gríska skipið MV Filitsa sem félagar hans rændu í janúar í fyrra. Mynd/AFP

Sjórán náðu nýjum hæðum á nýliðnu ári en þá voru 53 skip og áhafnir þeirra tekin yfir af sjóræningjum.

Í gögnum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar kemur fram að 49 sjórán voru úti fyrir ströndum Sómalíu. Alþjóðlegur floti herskipa kom í veg fyrir að enn fleiri skip væru tekin af sómalískum sjóræningjum sem hafa haldið hafsvæðinu í herkví um árabil.

Um borð í skipunum voru tólf hundruð sjómenn og létu átta þeirra lífið.

Kostnaðurinn vegna sjórána við Sómalíu er talinn vera hátt í 200 milljarðar króna. Sá kostnaður er vegna lausnargjalds, hækkandi tryggingargjalda, öryggisbúnaðar og gæslu. Eins er afar kostnaðarsamt að forðast sjórán með breyttum siglingaleiðum. -shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×