Innlent

Ekki vitað um Íslendinga á flugvellinum í Moskvu - Myndband

SB skrifar

Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist upplýsingar um að Íslendingar hafi verið staddir á Domodedovo flugvellinum í Moskvu þar sem sprengja sprakk í dag. Tala látinna hækkar stöðugt.

Nýjustu fréttir herma að 35 manns hafi látið lífið í sprengingunni en talið er að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytinu ekki hafa borist upplýsingar um að Íslendingar hafi látist eða meiðst í sprengingunni.

„Það er ekki langt síðan þetta gerðist en okkur er ekki kunnugt um að Íslendingar hafi verið á flugvellinum," segir hún.

Myndband sem sýnir glundroðann á flugvellinum studdu eftir sprenginguna var sett á vefinn Youtube nú fyrir skömmu. Rétt er að vara við myndunum en þar sést hvernig lík liggja á víð og dreif á gólfinu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×