Erlent

Framtíð fríríkisins hefur verið tryggð

Kristjaníubúar fá að halda sínum bæjarbrag um ókomna tíð þar sem sameignarsjóður þeirra keypti land og hús af ríkinu. NordicPhotos/AFP
Kristjaníubúar fá að halda sínum bæjarbrag um ókomna tíð þar sem sameignarsjóður þeirra keypti land og hús af ríkinu. NordicPhotos/AFP
Íbúar Kristjaníu hafa ákveðið að kaupa landsvæðið sem „fríríkið“ stendur á og húsin sem á því standa af danska ríkinu og tryggja með því óbreytt búsetufyrirkomulag fyrir þá 700 sem þar búa.

Sameignarsjóður íbúanna greiðir rúmar 62 milljónir danskra króna, um 1.400 milljón krónur íslenskar, og sex milljónir danskar að auki í leigu ár hvert fyrir þá hluta svæðisins og húsanna sem ekki er hægt að selja beint. Þá er í samningum ákvæði um að hægt sé að kaupa nýbyggingarrétt á svæðinu fyrir 40 milljónir danskra króna til viðbótar.

Eftir sjö ára þrætur um yfirráð yfir þessum hluta Kaupmannahafnar við Kristjánshöfn var ríkinu dæmdureignarréttur. Fyrir tæpum fjörutíu árum flutti hópur ungs fólks inn í yfirgefna herstöð og settist þar að. Síðan þá hefur Kristjanía, sem var áður herstöð, verið nær óháð yfirvöldum og einn af helstu ferðamannastöðum Kaupmannahafnar.

Claus Hjort Fredriksen, fjármálaráðherra Danmerkur, segist ánægður með samkomulagið. Kjörin sem ríkið hafi boði íbúum séu bæði sanngjörn og skynsamleg. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×