Erlent

Nam dætur sínar á brott og framdi svo sjálfsmorð - Umfangsmikil leit í Evrópu

Leitarhundar fínkempa nú svæði nálægt bænum Cerignola
Leitarhundar fínkempa nú svæði nálægt bænum Cerignola Mynd/AFP
Mikil leit er nú víða um Evrópu af sex ára tvíburasystrunum, Alessiu og Liviu, eftir að faðir þeirra nam þær á brott af heimili móður þeirra í Sviss á sunnudaginn fyrir viku. Faðirinn framdi sjálfsmorð þegar hann kastaði sér fyrir lest á Ítalíu á föstudaginn. Stúlkurnar eru ófundnar.

Interpol hefur sent út aðvörun til 188 landa þar sem lýst er eftir stúlkunum og þá hafa lögregluyfirvöld í þremur löndum hafið umfangsmikla leit af stúlkunum.

Faðirinn, sem í fjölmiðlum er aðeins nefndur Matthias, nam stúlkurnar á brott á heimili þeirra í Vestur-Sviss á sunnudaginn síðasta og keyrði þær í burtu á bíl fyrrverandi eiginkonu sinnar.



Faðirinn og stelpurnar tværMynd/AFP
Þyrlur, lögreglumenn og leitarhundar leita á svæði nálægt bænum Cerignola, þar sem faðirinn framdi sjálfsmorð. Þá er einnig leitað í Frakklandi og í Sviss.

Móðir stúlknanna fékk bréf frá fyrrverandi eiginmanni sínum á mánudaginn síðasta en hann hafði sent það frá bænum Marseille í Frakklandi. Í bréfinu sagðist hann vera örvinglaður og að hann gæti ekki lifað án eiginkonu sinnar, en þau skildu fyrir nokkrum árum.

Lögregluyfirvöld í Sviss segja að Matthias hafi tekið háa upphæð úr hraðbanka í Marseille.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×