Innlent

Þór vill atkvæðagreiðslu um Icesave

Þjóðin hafnaði síðasta Icesave-samkomulagi með 98% greiddra atkvæða.
Þjóðin hafnaði síðasta Icesave-samkomulagi með 98% greiddra atkvæða. Mynd/Vilhelm
Þór, félag ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, vill að þingflokkur Sjálftæðisflokksins fari fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Fyrir liggur frumvarp fjármálaráðherra um nýjasta Icesave-samkomulag ríkisstjórna Íslands, Bretlands og Hollands. Í tilkynningu frá félaginu minnir stjórnin á að íslenska þjóðin hafi hafnað síðasta Icesave-samkomulagi með 98% greiddra atkvæða „og á „úr því sem komið er, siðferðilegan rétt á því að fá að segja hug sinn til þess nýjasta, áður en lokaákvörðun um það er tekin. Þetta telur stjórnin vera forsendu þess að almenningur, flokksbundinn sem og óflokksbundinn, geti sæst endanlega um þetta mikilvæga mál," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×