Erlent

Vill láta loka herstöðvum

Hamid Karzai
Hamid Karzai
Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir að þegar Afganar taka sjálfir við umsjón öryggismála verði nauðsynlegt að loka þeim alþjóðlegu herstöðvum, sem sinna einkum uppbyggingar- og þróunarstarfi í sveitum landsins.

Hann segist ekki krefjast þess að herstöðvunum verði lokað strax, heldur jafnhliða því að Afganar taka við öryggismálunum af fjölþjóðaherliðinu.

Sunset Belinsky, talskona fjölþjóðahers Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að seinni partinn í mars verði skýrt nánar frá því hvaða fyrirkomulag verði haft á því, þegar Afganar taka við umsjón öryggismála.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×