Erlent

Elsti bjór heims bruggaður á ný

Bórinn fannst í skipsflaki á Eystrasalti.
Bórinn fannst í skipsflaki á Eystrasalti.

Vísindamenn hafa fengið í hendurnar elsta bjórsýni sem fundist hefur. Til stendur að greina það, endurgera uppskriftina og brugga hann á ný.

Bjórinn fannst á meðal ótal kampavínsflaskna í skipsflaki í Eystrasalti, undan Álandseyjum, í fyrrasumar. Talið er að skipið hafi farist í upphafi nítjándu aldar. Landsstjórn Álandseyja hefur nú fyrirskipað rannsókn á uppskrift bjórsins en búist er við að rannsóknin verði flókin og ekki er víst að hún beri árangur.

Fjórir atvinnubjórsmakkarar hafa þegar bragðað á bjórnum og segja bragðið súrt, sem gæti skýrst af gerjun, og ekki síst gamalt, sem þótti svo sem ekki óvænt. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×