Erlent

Þúsundum dauðra fugla rigndi niður í Arkansas

Yfirvöld í Akransas í Bandaríkjunum eru nú að rannsaka dularfullan atburð sem átti sér stað í grennd við bæinn Beebe. Þar tók að rigna niður dauðum smáfuglum í þúsunda tali á nýársdag, einkum störrum og þröstum.

Fuglafræðingurinn Karen Rowe segir í samtali við AP fréttastofuna að dæmi séu um svipaða atburði áður. Helst er talið að stórir hópar, eða hópur þessara fugla hafi orðið fyrir eldingu eða hagléli sem hafi valdið dauða þeirra.

Einnig getur verið að flugeldar hafi valdið því að fuglarnir hafi dáið úr stressi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×