Innlent

Vonast til að selflutningar hefjist á fimmta tímanum

Jeppi að fara yfir Múlakvísl.
Jeppi að fara yfir Múlakvísl.
Vonast er til þess að hægt verði að flytja almenning yfir Múlakvísl á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er nákvæm tímasetning þó óljós.

Vegagerðin vinnur nú að skipulagsvinnu til þess að ferja almenning yfir en stjórnvöld heimiluðu Vegagerðinni að flytja fólk yfir vað á Múlakvísl á vörubifreið eða sérútbúinni rútu í dag. Þá verður einnig hægt að flytja bíla yfir með vörubifreiðum.

Björgunarsveitir munu skipuleggja ferðirnar yfir kvíslina en Vegagerðin sér um vaðið og heldur því við.

Vegagerðin ber kostnaðinn af þessum flutningi, sem verður almenningi að kostnaðarlausu. Selflutningarnir munu standa yfir frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 16 daglega. Einnig vinnur Vegagerðin að því að bæta allar merkingar, sérstaklega með erlenda ferðamenn í huga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×