Erlent

Ron Paul vill lögleiða marijúana

Ron Paul einn af mögulegum forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins á næsta ári er í hópi þingmanna sem lagt hafa fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að lögleiða marijúana.

Þetta yrði í fyrsta sinn í sögu bandaríska þingsins að frumvarp um að lögleiða marijúana er lagt fram en að því standa bæði þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins.

Sem stendur hafa 16 af rúmlega 50 ríkjum Bandaríkjanna lögleitt marijúana til lækninga og málið er til umræðu í nokkrum ríkjum til viðbótar. Marijúana í lækningaskyni hefur valdið ýmsum árekstrum milli ríkjanna 16 og alríkislögreglunnar þar sem ræktun, sala og dreifing á marijúana er ólögleg samkvæmt alríkislögum í Bandaríkjunum.

Ron Paul sem er þingmaður fyrir Texas þykir eiga ágæta möguleika á að verða valinn sem forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum þar á næsta ári. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun myndi hann sigra Barack Obama ef kosningarnar yrðu haldnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×