Innlent

Myndir frá björgunaraðgerðum á Eyjafjallajökli

Freyr Ingi Björnsson

Freyr Ingi Björnsson liðsmaður björgunarsveitarinnar Ársæls tók meðfylgjandi myndir frá björgunaraðgerðum á Eyjafjallajökli í nótt. Leitað var að þýskum göngumanni sem hafði orðið viðskila við félaga sína. Maðurinn fannst í morgun heill á húfi en aðstæður á jöklinum voru slæmar miðað við árstíma því jökullinn er krossprunginn eftir eldgosið í fyrra.

Freyr Ingi var kallaður út um klukkan sjö í gærkvöldi og kom til byggða klukkan ellefu í morgun. Hann segir veðrið á jöklinum hafa verið afar slæmt og því skipt miklu máli að björgunarsveitirnar færu strax til leitar. Maðurinn fannst að lokum þegar sími hans komst í samband. Þá var hægt að miða út staðsetningu hans og fannst hann þar sem hann hafði komið sér fyrir nálægt hábungu jökulsins.





Freyr Ingi Björnsson
Freyr Ingi Björnsson
Freyr Ingi Björnsson
Freyr Ingi Björnsson
Freyr Ingi Björnsson
Freyr Ingi Björnsson
Freyr Ingi Björnsson
Freyr Ingi Björnsson
Freyr Ingi Björnsson
Freyr Ingi Björnsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×