Fimmta stjarnan á KR-búninginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2011 06:00 KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitilinum vel í leikslok. Dofri Snorrason, besti maður vallarins, fékk að finna fyrir því hjá liðsfélögum sínum í fagnaðarlátunum. Mynd/Daníel KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og vel að titlinum komnir. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig," sagði Dofri Snorrason, hetja KR-inga. Dofri fór á kostum sem hægri bakvörður. Hann lagði upp annað mark KR í leiknum, bjargaði á línu þegar mikið lá við og skoraði sigurmarkið. „Maður hefur alist upp við það sjá allar þessar hetjur taka titilinn. Svo upplifir maður þetta sjálfur. Þetta er ólýsanlegt," sagði bakvörðurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og fyrrverandi leikmaður félagsins, var í skýjunum yfir árangri liðsins á tímabilinu. „Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn," sagði Rúnar. Auk þess að verða Íslandsmeistarar unnu KR-ingar bikarinn fyrr í sumar og eru því tvöfaldir meistarar. „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja," sagði Rúnar. KR-ingar virkuðu óstöðvandi framan af sumri en þeim skrikaði fótur þegar Óskar Örn Hauksson meiddist á miðju tímabili. Óskar Örn hafði spilað frábærlega með liðinu. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það, sagði Rúnar sem benti á að Björn og Egill Jónssynir auk Dofra hefðu komið sterkir inn."Titillinn á loft Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, virðist stjórna fagnaðarlátunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar.Fréttablaðið/Daníel„Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu og stigum svo upp í restina," sagði Rúnar sem getur verið stoltur af sínu liði. KR er sigursælasta félag í íslenska boltanum frá upphafi. Sú hefð hefur skapast að fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla fá lið stjörnu á búning sinn. Fyrir leikinn gegn Fylki voru stjörnurnar fjórar á búningi KR. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar Sigfinnur léttur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og vel að titlinum komnir. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig," sagði Dofri Snorrason, hetja KR-inga. Dofri fór á kostum sem hægri bakvörður. Hann lagði upp annað mark KR í leiknum, bjargaði á línu þegar mikið lá við og skoraði sigurmarkið. „Maður hefur alist upp við það sjá allar þessar hetjur taka titilinn. Svo upplifir maður þetta sjálfur. Þetta er ólýsanlegt," sagði bakvörðurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og fyrrverandi leikmaður félagsins, var í skýjunum yfir árangri liðsins á tímabilinu. „Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn," sagði Rúnar. Auk þess að verða Íslandsmeistarar unnu KR-ingar bikarinn fyrr í sumar og eru því tvöfaldir meistarar. „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja," sagði Rúnar. KR-ingar virkuðu óstöðvandi framan af sumri en þeim skrikaði fótur þegar Óskar Örn Hauksson meiddist á miðju tímabili. Óskar Örn hafði spilað frábærlega með liðinu. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það, sagði Rúnar sem benti á að Björn og Egill Jónssynir auk Dofra hefðu komið sterkir inn."Titillinn á loft Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, virðist stjórna fagnaðarlátunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar.Fréttablaðið/Daníel„Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu og stigum svo upp í restina," sagði Rúnar sem getur verið stoltur af sínu liði. KR er sigursælasta félag í íslenska boltanum frá upphafi. Sú hefð hefur skapast að fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla fá lið stjörnu á búning sinn. Fyrir leikinn gegn Fylki voru stjörnurnar fjórar á búningi KR. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar Sigfinnur léttur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira