Fimmta stjarnan á KR-búninginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2011 06:00 KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitilinum vel í leikslok. Dofri Snorrason, besti maður vallarins, fékk að finna fyrir því hjá liðsfélögum sínum í fagnaðarlátunum. Mynd/Daníel KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og vel að titlinum komnir. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig," sagði Dofri Snorrason, hetja KR-inga. Dofri fór á kostum sem hægri bakvörður. Hann lagði upp annað mark KR í leiknum, bjargaði á línu þegar mikið lá við og skoraði sigurmarkið. „Maður hefur alist upp við það sjá allar þessar hetjur taka titilinn. Svo upplifir maður þetta sjálfur. Þetta er ólýsanlegt," sagði bakvörðurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og fyrrverandi leikmaður félagsins, var í skýjunum yfir árangri liðsins á tímabilinu. „Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn," sagði Rúnar. Auk þess að verða Íslandsmeistarar unnu KR-ingar bikarinn fyrr í sumar og eru því tvöfaldir meistarar. „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja," sagði Rúnar. KR-ingar virkuðu óstöðvandi framan af sumri en þeim skrikaði fótur þegar Óskar Örn Hauksson meiddist á miðju tímabili. Óskar Örn hafði spilað frábærlega með liðinu. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það, sagði Rúnar sem benti á að Björn og Egill Jónssynir auk Dofra hefðu komið sterkir inn."Titillinn á loft Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, virðist stjórna fagnaðarlátunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar.Fréttablaðið/Daníel„Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu og stigum svo upp í restina," sagði Rúnar sem getur verið stoltur af sínu liði. KR er sigursælasta félag í íslenska boltanum frá upphafi. Sú hefð hefur skapast að fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla fá lið stjörnu á búning sinn. Fyrir leikinn gegn Fylki voru stjörnurnar fjórar á búningi KR. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar Sigfinnur léttur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og vel að titlinum komnir. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig," sagði Dofri Snorrason, hetja KR-inga. Dofri fór á kostum sem hægri bakvörður. Hann lagði upp annað mark KR í leiknum, bjargaði á línu þegar mikið lá við og skoraði sigurmarkið. „Maður hefur alist upp við það sjá allar þessar hetjur taka titilinn. Svo upplifir maður þetta sjálfur. Þetta er ólýsanlegt," sagði bakvörðurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og fyrrverandi leikmaður félagsins, var í skýjunum yfir árangri liðsins á tímabilinu. „Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn," sagði Rúnar. Auk þess að verða Íslandsmeistarar unnu KR-ingar bikarinn fyrr í sumar og eru því tvöfaldir meistarar. „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja," sagði Rúnar. KR-ingar virkuðu óstöðvandi framan af sumri en þeim skrikaði fótur þegar Óskar Örn Hauksson meiddist á miðju tímabili. Óskar Örn hafði spilað frábærlega með liðinu. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það, sagði Rúnar sem benti á að Björn og Egill Jónssynir auk Dofra hefðu komið sterkir inn."Titillinn á loft Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, virðist stjórna fagnaðarlátunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar.Fréttablaðið/Daníel„Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu og stigum svo upp í restina," sagði Rúnar sem getur verið stoltur af sínu liði. KR er sigursælasta félag í íslenska boltanum frá upphafi. Sú hefð hefur skapast að fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla fá lið stjörnu á búning sinn. Fyrir leikinn gegn Fylki voru stjörnurnar fjórar á búningi KR. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar Sigfinnur léttur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira