Erlent

Misnotaði ungan dreng á Íslandi

Fjörutíu og sjö ára gamall Bandaríkjamaður var handtekinn á föstudaginn grunaður um að hafa misnotað fjóra unga drengi. Hluti af brotum mannsins munu hafa átt sér stað á íslandi.

Maðurinn heitir John Charles Ware, er 47 ára, og stjórnar stórum velgjörðarsjóði fjölskyldu sinnar. Afi John Charles var þingmaður rebúblíkanaflokksins, fylkisstjóri og stjórnarformaður eins stærsta vatnsveitufyrirtæki bandaríkjanna.

Barnaklámmyndir fundust heima hjá John Carles Ware en rannsóknin var hluti af stóru átaki gegn barnamisnotkun í Bandaríkjunum. Svo kom í ljós að hann hafði einnig misnotað fjóra unga drengi.

Málið þótti alvarlegt enda John Charles velunnari drengjanna auk þess sem hann flaug með fórnarlömb sín til mismunandi landa þar sem hann misnotaði þá. Fyrsta fórnarlambið misnotaði hann á Íslandi, næsta dreng flaug hann með til Ítalíu og þann þriðja og fjórða flaug hann með til Bahama eyja.

John Charles var handtekinn á föstudaginn. Hans bíður að minnsta kosti 15 ára fangelsisdómur og háar fjársektir vegna brota sinna sem teygðu anga sína alla leið til íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×