Erlent

Hvalreki á Nýja Sjálandi - 24 dýr drápust

Höfrungur. Myndin er úr safni.
Höfrungur. Myndin er úr safni.

24 höfrungar drápust eftir að hópurinn synti upp í fjöru í Wellington á Nýja Sjálandi í vikunni.

Fjórtán dýr höfðu þegar drepist þegar þau fundust í fjörunni í lok vikunnar. Sjálfboðaliðar björguðu tíu dýrum. Þau voru illa haldin þegar þau fundust loksins.

Höfrungar synda um í hópum en ef einn úr hópnum syndir upp í fjöru reyna hin dýrin að koma til hjálpar, yfirleitt með þeim afleiðingum að þau stranda líka. Mikið er um hvalreka á Nýja Sjálandi hvert sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×