Ástandið alvarlegt á meðan kælibúnaður er í ólagi 12. mars 2011 13:21 Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. Geislavarnir ríkisins hafa fylgst með þróun þessa máls í samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og norrænar geislavarnastofnanir síðan jarðskjálftinn varð þar í gær. Sigurður Emil Pálsson eðlisfræðingur hjá stofnuninni segir hættuna nú vera á kjarnorkubráðnun í verinu ef að hlífðarhjúpur kjarnakljúfsins bregst. „Þangað til að þeim tekst að kæla kjarnaklúfinn og ná fullum tökum á kælingunni þá getur kljúfurinn haldið áfram að hitna og þá getur það leitt til ofhitnunar á eldsneytinu. Jafnvel þótt það gerist þá þarf það eitt ekki að þýða að afleiðingarnar verði alvarlegar því að kjarnakljúfar eru hannaðir fyrir svona slys, þetta er algengasta gerð slysa sem að kjarnorkuverkfræðingar hafa miðað við síðustu áratugi," segir Sigurður Emil. Hann segir samsvarandi slys og varð í Tjernobyl geti ekki orðið þar sem uppbygging versins er allt önnur. Sambærilegasta dæmið sé slys sem varð í kjarnorkuveri á þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. „Þar einmitt virkaði þessi hlífðarhjúpur þannig að efnin bárust ekki til umhverfis þótt að eldsneytið skemmtist vegna ofhitnunar," segir hann. Alvarlegt slys er mögulegt í kjarnorkuverinu í Japan, en það myndi þá hegða sér öðruvísi, gerast hægar og leiða til mun minni losunar geislavirkra efna til umhverfis, jafnvel þótt hlífðarkápa myndi bregðast. „Enn sem komið er þá höfum við ekki ástæðu til þess að ætla að jafnvel þótt þetta færi á versta veg að hjúpurinn myndi ekki virka, það getur eitthvað af efnum sloppið til umhverfis en enn sem komið þá eru ekki vísbendingar um að það verði heilsufarslega alvarlegt," segir Sigurður Emil. Hafa skal þó í huga að upplýsingar um sprenginguna í morgun eru enn að berast frá kjarnorkuverinu og því ekki hægt að fullyrða um hverjar afleiðingarnar verða segir Sigurður. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. Geislavarnir ríkisins hafa fylgst með þróun þessa máls í samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og norrænar geislavarnastofnanir síðan jarðskjálftinn varð þar í gær. Sigurður Emil Pálsson eðlisfræðingur hjá stofnuninni segir hættuna nú vera á kjarnorkubráðnun í verinu ef að hlífðarhjúpur kjarnakljúfsins bregst. „Þangað til að þeim tekst að kæla kjarnaklúfinn og ná fullum tökum á kælingunni þá getur kljúfurinn haldið áfram að hitna og þá getur það leitt til ofhitnunar á eldsneytinu. Jafnvel þótt það gerist þá þarf það eitt ekki að þýða að afleiðingarnar verði alvarlegar því að kjarnakljúfar eru hannaðir fyrir svona slys, þetta er algengasta gerð slysa sem að kjarnorkuverkfræðingar hafa miðað við síðustu áratugi," segir Sigurður Emil. Hann segir samsvarandi slys og varð í Tjernobyl geti ekki orðið þar sem uppbygging versins er allt önnur. Sambærilegasta dæmið sé slys sem varð í kjarnorkuveri á þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. „Þar einmitt virkaði þessi hlífðarhjúpur þannig að efnin bárust ekki til umhverfis þótt að eldsneytið skemmtist vegna ofhitnunar," segir hann. Alvarlegt slys er mögulegt í kjarnorkuverinu í Japan, en það myndi þá hegða sér öðruvísi, gerast hægar og leiða til mun minni losunar geislavirkra efna til umhverfis, jafnvel þótt hlífðarkápa myndi bregðast. „Enn sem komið er þá höfum við ekki ástæðu til þess að ætla að jafnvel þótt þetta færi á versta veg að hjúpurinn myndi ekki virka, það getur eitthvað af efnum sloppið til umhverfis en enn sem komið þá eru ekki vísbendingar um að það verði heilsufarslega alvarlegt," segir Sigurður Emil. Hafa skal þó í huga að upplýsingar um sprenginguna í morgun eru enn að berast frá kjarnorkuverinu og því ekki hægt að fullyrða um hverjar afleiðingarnar verða segir Sigurður.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira