Ástandið alvarlegt á meðan kælibúnaður er í ólagi 12. mars 2011 13:21 Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. Geislavarnir ríkisins hafa fylgst með þróun þessa máls í samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og norrænar geislavarnastofnanir síðan jarðskjálftinn varð þar í gær. Sigurður Emil Pálsson eðlisfræðingur hjá stofnuninni segir hættuna nú vera á kjarnorkubráðnun í verinu ef að hlífðarhjúpur kjarnakljúfsins bregst. „Þangað til að þeim tekst að kæla kjarnaklúfinn og ná fullum tökum á kælingunni þá getur kljúfurinn haldið áfram að hitna og þá getur það leitt til ofhitnunar á eldsneytinu. Jafnvel þótt það gerist þá þarf það eitt ekki að þýða að afleiðingarnar verði alvarlegar því að kjarnakljúfar eru hannaðir fyrir svona slys, þetta er algengasta gerð slysa sem að kjarnorkuverkfræðingar hafa miðað við síðustu áratugi," segir Sigurður Emil. Hann segir samsvarandi slys og varð í Tjernobyl geti ekki orðið þar sem uppbygging versins er allt önnur. Sambærilegasta dæmið sé slys sem varð í kjarnorkuveri á þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. „Þar einmitt virkaði þessi hlífðarhjúpur þannig að efnin bárust ekki til umhverfis þótt að eldsneytið skemmtist vegna ofhitnunar," segir hann. Alvarlegt slys er mögulegt í kjarnorkuverinu í Japan, en það myndi þá hegða sér öðruvísi, gerast hægar og leiða til mun minni losunar geislavirkra efna til umhverfis, jafnvel þótt hlífðarkápa myndi bregðast. „Enn sem komið er þá höfum við ekki ástæðu til þess að ætla að jafnvel þótt þetta færi á versta veg að hjúpurinn myndi ekki virka, það getur eitthvað af efnum sloppið til umhverfis en enn sem komið þá eru ekki vísbendingar um að það verði heilsufarslega alvarlegt," segir Sigurður Emil. Hafa skal þó í huga að upplýsingar um sprenginguna í morgun eru enn að berast frá kjarnorkuverinu og því ekki hægt að fullyrða um hverjar afleiðingarnar verða segir Sigurður. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. Geislavarnir ríkisins hafa fylgst með þróun þessa máls í samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og norrænar geislavarnastofnanir síðan jarðskjálftinn varð þar í gær. Sigurður Emil Pálsson eðlisfræðingur hjá stofnuninni segir hættuna nú vera á kjarnorkubráðnun í verinu ef að hlífðarhjúpur kjarnakljúfsins bregst. „Þangað til að þeim tekst að kæla kjarnaklúfinn og ná fullum tökum á kælingunni þá getur kljúfurinn haldið áfram að hitna og þá getur það leitt til ofhitnunar á eldsneytinu. Jafnvel þótt það gerist þá þarf það eitt ekki að þýða að afleiðingarnar verði alvarlegar því að kjarnakljúfar eru hannaðir fyrir svona slys, þetta er algengasta gerð slysa sem að kjarnorkuverkfræðingar hafa miðað við síðustu áratugi," segir Sigurður Emil. Hann segir samsvarandi slys og varð í Tjernobyl geti ekki orðið þar sem uppbygging versins er allt önnur. Sambærilegasta dæmið sé slys sem varð í kjarnorkuveri á þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. „Þar einmitt virkaði þessi hlífðarhjúpur þannig að efnin bárust ekki til umhverfis þótt að eldsneytið skemmtist vegna ofhitnunar," segir hann. Alvarlegt slys er mögulegt í kjarnorkuverinu í Japan, en það myndi þá hegða sér öðruvísi, gerast hægar og leiða til mun minni losunar geislavirkra efna til umhverfis, jafnvel þótt hlífðarkápa myndi bregðast. „Enn sem komið er þá höfum við ekki ástæðu til þess að ætla að jafnvel þótt þetta færi á versta veg að hjúpurinn myndi ekki virka, það getur eitthvað af efnum sloppið til umhverfis en enn sem komið þá eru ekki vísbendingar um að það verði heilsufarslega alvarlegt," segir Sigurður Emil. Hafa skal þó í huga að upplýsingar um sprenginguna í morgun eru enn að berast frá kjarnorkuverinu og því ekki hægt að fullyrða um hverjar afleiðingarnar verða segir Sigurður.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira