Erlent

Assange tekur til varna í London

Málflutningur hefst í dag í London í máli Julians Assange en sænska ríkið vill fá hann framseldan þangað vegna ásakana um kynferðisbrot. Lögmaður Assange segir að Svíar hafi ekki haft rétt til þess að gefa út handtökuskipun á hendur Assange á sínum tíma vegna þess að engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur honum. Lögmaðurinn mun einnig grípa til varna á grundvelli mannréttinda að því er fram kemur á BBC en Assange óttast að verða framseldur áfram til Bandaríkjanna verði hann á annað borð sendur til Svíþjóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×