Erlent

Google borgar sig

Óli Tynes skrifar
Snekkjan Senses.
Snekkjan Senses.

Google stofnandinn Larry Page er nú kominn í bátaklúbb milljarðamæringanna. Hann tók rétt fyrir áramót við sextíu metra snekkju sem heitir Senses.

Ólíkt öðrum milljarðamæringum keypti Page hinsvegar notað skip. Það er þó hin vænsta dugga ef marka má verðmiðann. Page borgaði fyrir hana um fimm milljarða íslenskra króna. Þá á hann eftir um 1.760 milljarða króna í lausafé.

Borðsalurinn er snotur.

Á skipinu er náttúrlega þyrlupallur, líkamsræktarstöð, mörg sólþilför, tíu gestasvítur og fjórtán manna áhöfn. Innréttingarnar eru eftir frægan franskan hönnuð, Philippe Starck.

Ein af tíu svítum.
Page keypti skipið af nýsjálenskum auðjöfri Sir Douglas Meyer sem rekur miklar bruggverksmiðjur í heimalandi sínu.

Larry Page og frú.

Page er 37 ára gamall. Eiginkona hans er fyrrverandi fyrirsæta Lucinda Southworth. Henni kvæntist hann árið 2007 á Necker eyju, sem er í eigu breska auðkýfingsins Richards Branson. Hjónin eiga eins árs gamlan son.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×