Erlent

Útgöngubann í höfuðborginni

Mohamed Ghannouchi
Mohamed Ghannouchi

Útgöngubann var lagt á í Túnis, höfuðborg samnefnds ríkis í Norður-Afríku, eftir að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu í miðborginni.

Nánast stanslaus mótmæli hafa verið í borginni í nærri mánuð. Loforð Zine El Abidine Ben Ali forseta um að skapa ný störf hafa ekki orðið til þess að draga úr mótmælunum, sem kostað hafa tugi manns lífið.

Forsetinn hefur stjórnað landinu með harðri hendi í nærri tvo áratugi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×