Vill flytja hús afa síns og nafna á Bergstaðastrætið 29. október 2011 08:00 Hús með sál og hjarta Ólafur Egill Egilsson vill flytja hús afa síns og nafna, Ólafs Egilssonar, á lóðina við Bergstaðastræti 18. Það var byggt 1902 og stóð upphaflega við Laugaveg 74 en er nú í geymslu úti á Granda. Ólafur segir að honum hafi verið vel tekið hjá borginni en hann viti jafnframt vel að svona hlutir taki sinn tíma. „Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18. Húsið stendur hjarta Ólafs nærri því afi hans og nafni, Ólafur Egilsson, ólst upp í því. Það var byggt 1902 og er því orðið 109 ára gamalt, en langafi Ólafs bjó þarna og var með kindur í bakgarðinum. „Mér finnst húsið fallegt og lóðin númer 18 er svokölluð flutningshúsalóð og hefur staðið auð lengi. Þarna er því gott tækifæri til að finna heimilislausu húsi samastað án þess að það þurfi að rífa annað upp með rótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur býr á Bergstaðastræti 14. Ólafur fengi eflaust góð ráð hjá nágrönnum sínum því á Bergstaðastræti númer 20 hafa leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir og þýðandinn Örn Úlfar Höskuldsson verið að gera gamalt hús upp og á númer 16 hafa Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson gefið húsinu algjörlega nýtt líf eftir það hafði staðið autt í nokkur ár. Listamaðurinn hefur rætt við fólkið hjá borginni, sem hefur tekið vel í hugmyndir hans, þverpólitísk samstaða sé um málið. Hann gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að svona hlutir taki sinn tíma. „Það þótti orka tvímælis þegar húsið var flutt á sínum tíma en það er annar andi sem svífur yfir vötnum núna en gerði 2007, meiri nýtni og virðing fyrir gömlum hlutum. Og þetta er náttúrulega topp-endurvinnsla; gamalt verður nýtt,“ segir Ólafur, en hann nýtur liðsinnis Kristjáns S. Kristjánssonar sem gerði upp fallegan steinbæ á Bergstaðastræti 22. Ólafur er ekki ókunnugur því að búa í gömlu timburhúsi, hann ólst upp í einu slíku við Grettisgötuna og eyddi mörgum stundum í að mála og spartla með bróður sínum. Eiginkonan, Esther Talía, sleit sömuleiðis barnsskónum í gömlu timburhúsi. Og þau hjónakorn vita því vel að gömlum timburhúsum fylgja ansi mörg hamarshögg. „Það er hins vegar ákveðin gleði sem felst í því að búa til hreiðrið sitt,“ segir Ólafur, hvergi banginn. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Sjá meira
„Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18. Húsið stendur hjarta Ólafs nærri því afi hans og nafni, Ólafur Egilsson, ólst upp í því. Það var byggt 1902 og er því orðið 109 ára gamalt, en langafi Ólafs bjó þarna og var með kindur í bakgarðinum. „Mér finnst húsið fallegt og lóðin númer 18 er svokölluð flutningshúsalóð og hefur staðið auð lengi. Þarna er því gott tækifæri til að finna heimilislausu húsi samastað án þess að það þurfi að rífa annað upp með rótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur býr á Bergstaðastræti 14. Ólafur fengi eflaust góð ráð hjá nágrönnum sínum því á Bergstaðastræti númer 20 hafa leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir og þýðandinn Örn Úlfar Höskuldsson verið að gera gamalt hús upp og á númer 16 hafa Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson gefið húsinu algjörlega nýtt líf eftir það hafði staðið autt í nokkur ár. Listamaðurinn hefur rætt við fólkið hjá borginni, sem hefur tekið vel í hugmyndir hans, þverpólitísk samstaða sé um málið. Hann gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að svona hlutir taki sinn tíma. „Það þótti orka tvímælis þegar húsið var flutt á sínum tíma en það er annar andi sem svífur yfir vötnum núna en gerði 2007, meiri nýtni og virðing fyrir gömlum hlutum. Og þetta er náttúrulega topp-endurvinnsla; gamalt verður nýtt,“ segir Ólafur, en hann nýtur liðsinnis Kristjáns S. Kristjánssonar sem gerði upp fallegan steinbæ á Bergstaðastræti 22. Ólafur er ekki ókunnugur því að búa í gömlu timburhúsi, hann ólst upp í einu slíku við Grettisgötuna og eyddi mörgum stundum í að mála og spartla með bróður sínum. Eiginkonan, Esther Talía, sleit sömuleiðis barnsskónum í gömlu timburhúsi. Og þau hjónakorn vita því vel að gömlum timburhúsum fylgja ansi mörg hamarshögg. „Það er hins vegar ákveðin gleði sem felst í því að búa til hreiðrið sitt,“ segir Ólafur, hvergi banginn. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Sjá meira