Ósætti um sjónvarpstekjur Barcelona og Real Madrid Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2011 23:30 David Villa fagnar marki í leik gegn Real Madrid á síðustu leiktíð. Nordic Photos/AFP Forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Betis segir að sívaxandi yfirburðir Barcelona og Real Madrid séu slæm fyrir spænsku deildina. Hann segir að skoða verði sjónvarpstekjur stórliðanna miðað við tekjur minni liðanna. Það er óhætt að segja að sjónvarpstekjurnar dreifist ekki jafnt milli félaganna í spænsku fyrstu deildinni La Liga. Barcelona og Real Madrid fá um helming sjónvarpsteknanna til sín en afgangurinn deilist milli hinna félaganna. „Bilið milli Barcelona, Real Madrid og hinna liðanna mun halda áfram að vaxa og vaxa,“ segir Miguel Guillen forseti Real Betis sem vann sér sæti í La Liga á nýjan leik í vor. Betis á í miklum fjárhagserfiðleikum líkt og fleiri spænsk lið. Jose Maria del Nido, forseti Sevilla nágrannaliðs Betis, er sama sinnis og segir spænsku deildina vera rusl. „Fólk í Suður-Ameríku, Asíu og Bandaríkjunum mun missa áhuga á deildinni því það veit að aðrir leikir en viðureignir Barcelona og Real Madrid skipta engu máli,“ sagði del Nido. Útreikningar prófessorsins Jose Maria Gay við háskólann í Barcelona sýna að Barcelona fékk 158 milljón evrur í sjónvarpstekjur tímabilið 2009-2010 og Real Madrid 136 milljón evrur. Samanlagt gera þetta 48 prósent af heildartekjum deildarinnar. Getafe, nágrannar Real Madrid, fengu til samanburðar 6 milljónir evra eða 1 prósent af heildinni. Málum er öðruvísi háttað í ensku úrvalsdeildinni. Til dæmis fékk Manchester United 64.5 milljón evrur umrætt tímabil eða tæp sex prósent. Bolton og Wolves fengu til samanburðar rúmar 40 milljónir evra eða um fjögur prósent af heildarpakkanum. Öllu jafnari dreifing. Barcelona og Real Madrid hafa samið við hin lið deildarinnar um jafnari skiptingu sjónvarpstekna frá og með árinu 2015. Spænski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Betis segir að sívaxandi yfirburðir Barcelona og Real Madrid séu slæm fyrir spænsku deildina. Hann segir að skoða verði sjónvarpstekjur stórliðanna miðað við tekjur minni liðanna. Það er óhætt að segja að sjónvarpstekjurnar dreifist ekki jafnt milli félaganna í spænsku fyrstu deildinni La Liga. Barcelona og Real Madrid fá um helming sjónvarpsteknanna til sín en afgangurinn deilist milli hinna félaganna. „Bilið milli Barcelona, Real Madrid og hinna liðanna mun halda áfram að vaxa og vaxa,“ segir Miguel Guillen forseti Real Betis sem vann sér sæti í La Liga á nýjan leik í vor. Betis á í miklum fjárhagserfiðleikum líkt og fleiri spænsk lið. Jose Maria del Nido, forseti Sevilla nágrannaliðs Betis, er sama sinnis og segir spænsku deildina vera rusl. „Fólk í Suður-Ameríku, Asíu og Bandaríkjunum mun missa áhuga á deildinni því það veit að aðrir leikir en viðureignir Barcelona og Real Madrid skipta engu máli,“ sagði del Nido. Útreikningar prófessorsins Jose Maria Gay við háskólann í Barcelona sýna að Barcelona fékk 158 milljón evrur í sjónvarpstekjur tímabilið 2009-2010 og Real Madrid 136 milljón evrur. Samanlagt gera þetta 48 prósent af heildartekjum deildarinnar. Getafe, nágrannar Real Madrid, fengu til samanburðar 6 milljónir evra eða 1 prósent af heildinni. Málum er öðruvísi háttað í ensku úrvalsdeildinni. Til dæmis fékk Manchester United 64.5 milljón evrur umrætt tímabil eða tæp sex prósent. Bolton og Wolves fengu til samanburðar rúmar 40 milljónir evra eða um fjögur prósent af heildarpakkanum. Öllu jafnari dreifing. Barcelona og Real Madrid hafa samið við hin lið deildarinnar um jafnari skiptingu sjónvarpstekna frá og með árinu 2015.
Spænski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira