Innlent

Merkir munir fundust á Snæfellsnesi

Taflmenn frá síðmiðöldum, málmar, skart og gler er meðal þess sem fundist hefur í uppgreftri á fornri verstöð á Snæfellsnesi. Í Gufuskálavör á Snæfellsnesi fer fram fornleifauppgröftur en á síðmiðöldum, fyrir 3-400 árum síðan var þar ein stærsta verstöð á Íslandi og er talið að fólkið sem bjó í þorpinu hafi byggt lífsafkomu sína aðallega á fiskveiðum.

Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands hefur stýrt hópi fornleifafræðinga og nemenda við uppgröftinn. Hún hefur m.a notið fulltingis bandarískra fornleifafræðinema en Gufuskálavör er rétt hjá Ólafsvík.

„Þessi verstöð er í bráðri hættu vegna landbrots og vindbrots. Við höfum sjóinn annars vegar og mikinn vind hins vegar. Þetta var ein af stóru verstöðvunum og hér um allt eru gríðarlega miklar minjar sem sýna umsvifin sem voru hérna. Frumniðurstöður okkar eru að hér hafði fólk það bara ansi gott. Það borðaði vel og hafði með sér fallega og dýra gripi. Það hefur komið verulega á óvart," segir Lilja Björk.

Meðal þess sem Lilja Björk og hennar teymi hefur fundið eru taflmenn frá síðmiðöldum, og ýmsir skargripir. Margir munir eru mjög heillegir eins og sést á þessum taflmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×