Innlent

Óbirtar teikningar Kjarvals

Nokkur af verkum Kjarvals.
Nokkur af verkum Kjarvals. Mynd/Pjetur
Áður óbirtar teikningar eftir Jóhannes Kjarval listmálara fundust nýlega í Skotlandi. Það var Einar Falur Ingólfsson, blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu sem fann teikningarnar fyrir tilviljun en hann var staddur á heimaslóðum Skotans R.N Stewarts í Skotlandi.

Stewart var mikill Íslandsvinur og laxveiðimaður og gaf árið 1950 út bókina Rivers of Iceland en Einar Falur vinnur að þýðingu bókarinnar fyrir Hið íslenska bókmenntafélag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Teikningarnar eftir Kjarval fundust inni í sendibréfi frá meistaranum til Stewarts þar sem hinn fyrrnefndi er að þakka Stewart fyrir bókina sem hann virðist hafa verið ánægður með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×