Innlent

Kveikti í sólpalli

Slökkviðliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þrisvar sinnum í nótt og í gærkvöld. Fyrst kom upp eldur í stóru vinnuvéladekki í Krísuvík sem mikinn reyk lagði frá um allt svæðið en greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Allt tiltækt slökkvilið kallað út á fjórða tímanum í nótt þegar eldur kom upp í húsi í Súðavogi. Þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á vettvang var ljóst að eldurinn var minni en búist var við og þeir slökkviliðsmenn sem voru á leiðinni því afboðaðir.

Maður var handtekinn fyrir að kveikja í sólpalli við fjölbýlishús í Grýtubakka í Reykjavík í nótt. Vel gekk að slökkva eldinn en ein rúða brotnaði í húsinu. Hann er í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×